Vinsamlegast athugið að sýningar safnsins verða ekki opnar yfir páskana. / Please note that the museum's exhibitions will be closed during the Easter holidays.
Við bjóðum Berglindi Róbertsdóttur hjartanlega velkomna til starfa en hún hefur tekið við svuntunni af Maríu Eymundsdóttur sem Verkefnastjóri matarupplifunar hjá safninu.
Í síðustu viku hlaut Hjalti Pálsson ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar viðurkenningu Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir ritröðina Byggðasaga Skagafjarðar I-X. Við óskum Hjalta innilega til hamingju með viðurkenninguna sem hann er svo sannarlega vel að komin.
Úthlutun úr fornminjasjóði 2023 hefur nú farið fram og hlaut Byggðasafn Skagfirðinga 2.500.000 kr fyrir fyrsta áfanga af þremur í verkefninu "Heildarskráning fornleifa í Hjaltadal og Kolbeinsdal". Þá fékk Fornleifastofnun Íslands ses., í samstarfi við Byggðasafnið, 7.000.000 kr styrk fyrir verkefnið "Verbúðalíf á Höfnum".
Skemmtileg dagskrá verður fyrir börn og aðstandendur þeirra í vetrarfríinu mánudaginn 27. febrúar 2023, frá kl. 12 - 16. Fjölskyldur eru hvattar til að koma á safnið og hafa gaman saman. Aðgangur er ókeypis fyrir fullorðna í fylgd með börnum.
Finnst þér fortíðin heillandi? Hefur þú áhuga á sögu og minjum? Viltu starfa í fallegu umhverfi í góðum félagsskap? Byggðasafn Skagfirðinga auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar; Verkefnastjóri matarupplifunar og sumarstörf við safnvörslu og í kaffihúsi. Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar 2023.
Við óskum landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum gestum, samstarfsfólki og velunnurum fyrir árið sem var að líða. Starfsfólk Byggðasafns Skagfirðinga hefur haft í nógu að snúast enda gestafjöldinn aldrei verið meiri en safnið tók á móti 65.437 manns árinu.
Á dögunum kom út skýrsla á vegum Byggðasafns Skagfirðinga, sem fjallar um uppistandandi torfhús í fyrrum Seylu-, Akra-, og Lýtingsstaðahreppi. Verkefnið var unnið fyrir styrk frá Minjastofnun Íslands og er hluti af heildarskráningu uppistandandi torfhúsa í Skagafirði.
Byggðasafn Skagfirðinga hlaut í ár alls 1.300.000 króna styrk úr Uppbyggingarsjóði Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 2023 en upphæðin samanstendur af styrkjum til tveggja verkefna.