Úthlutun úr fornminjasjóði 2023 hefur nú farið fram og hlaut Byggðasafn Skagfirðinga 2.500.000 kr fyrir fyrsta áfanga af þremur í verkefninu "Heildarskráning fornleifa í Hjaltadal og Kolbeinsdal". Þá fékk Fornleifastofnun Íslands ses., í samstarfi við Byggðasafnið, 7.000.000 kr styrk fyrir verkefnið "Verbúðalíf á Höfnum", rannsókn á verbúðaminjum í hættu í Höfnum á Skaga.
Við þökkum Minjastofnun Íslands kærlega fyrir stuðninginn.