28.03.2025
Óskum eftir tilboði í garðslátt
Um er að ræða umhirðu á lóð safnsins í Glaumbæ, kirkjugarð og nánasta umhverfi. Lóðin er rúmur hektari að stærð. Slá þarf svæðið í heild sinni aðra hvora viku til að halda því snyrtilegu, alls um sex skipti yfir sumarið.