Fara í efni

Aðgengi

Yfirlitsmynd af safnsvæðinu, sjá má staðsetningu salerna og bílastæða og hvaða hús eru aðgengileg hreifihömluðum. Þá er bann við reykingum, bakpokum og klifri á húsum og garðlögum á safnsvæðinu.

Að komast í Glaumbæ

Glaumbær er um 100 km eða 1 klst akstur frá Akureyri og um 300 km frá Reykjavík. Glaumbær er aðeins um 5 mínútna akstur frá Þjóðvegi 1.Safnsvæðið í Glaumbæ er staðsett í Skagafirði á Norðurlandi vestra í um 5 mínútna fjarlægð frá Þjóðvegi 1. Aðeins er hægt að nota einkabíl til að ferðast til Glaumbæjar þar sem engar almenningssamgöngur ganga beint á safnið.

Hér má finna Glaumbæ á Google Maps.

Strætó gengur milli Reykjavíkur og Akureyrar og kemur við á Sauðárkróki og í Varmahlíð en hægt er að lesa nánar um ferðir strætó hér.

 

Tungumál

Safnið býður upp á bæklinga á 14 tungumálum:

  • Dönsku
  • Ensku
  • Frönsku
  • Hebresku
  • Hollensku
  • Íslensku
  • Ítölsku
  • Litháísku
  • Norsku
  • Pólsku
  • Spænsku
  • Sænsku
  • Tékknesku
  • Þýsku

Þá talar allt starfsfólk í gestamóttökunni bæði íslensku og ensku.

Hjólastólaaðgengi

Frítt inn fyrir aðstoðarfólk sem fylgir gestum með fötlun.

  • Salerni: Salerni eru staðsett við bílastæðin og salerni fyrir hreyfihömluð er opið allan sólarhringinn alla daga ársins.
  • Safnsvæðið: Hægt er að óska eftir því að fá að keyra á bíl inn á safnsvæðið til að skoða húsin utan frá ef aðstæður leyfa.
  • Sýningar: Athugið að því miður er ekki hjólastólaaðgengi inni í sýningum safnsins.
  • Kaffihús: Kaffihúsið er aðgengilegt fyrir hjólastóla um bakdyrnar, vinsamlegast hafið samband við starfsfólk svo það geti aðstoðað við að opna hurð og koma fyrir hjólastólarampi.