Fara í efni

Aðgengi

Yfirlitsmynd af safnsvæðinu, sjá má staðsetningu salerna og bílastæða og hvaða hús eru aðgengileg hreifihömluðum. Þá er bann við reykingum, bakpokum og klifri á húsum og garðlögum á safnsvæðinu.

Tungumál

Safnið býður upp á bæklinga á 14 tungumálum:

  • Dönsku
  • Ensku
  • Frönsku
  • Hebresku
  • Hollensku
  • Íslensku
  • Ítölsku
  • Litháísku
  • Norsku
  • Pólsku
  • Spænsku
  • Sænsku
  • Tékknesku
  • Þýsku

Þá talar allt starfsfólk í gestamóttökunni bæði íslensku og ensku.

Hjólastólaaðgengi

  • Athugið að því miður er ekki er hjólastólaaðgengi inni í sýningum safnsins. Hægt er að óska eftir því að fá að keyra á bíl inn á safnsvæðið til að skoða húsin utan frá ef aðstæður leyfa.
  • Kaffihúsið er aðgengilegt fyrir hjólastóla um bakdyrnar, vinsamlegast hafið samband við starfsfólk svo það geti aðstoðað við að opna hurð og koma fyrir hjólastólarampi.