Við bjóðum Berglindi Róbertsdóttur hjartanlega velkomna til starfa en hún hefur tekið við svuntunni af Maríu Eymundsdóttur sem Verkefnastjóri matarupplifunar hjá safninu og mun sjá um kræsingarnar á borðum Áshúss í sumar en kaffihúsið opnar 20. maí.
Gaman er að segja frá því að Berglind á líka sterka tengingu við Áshúsið en hún er afkomandi Sigurlaugar Gunnarsdóttur (1828-1905) og Ólafs Sigurðssonar í Ási (1822-1908), sem létu einmitt byggja Áshús á sínum tíma. Það er því óhætt að segja að upplifunin í Áshúsi í sumar verði eins upprunaleg og mögulegt er.