Fara í efni

Fréttir

02.04.2020

Brenda nýr deildarstjóri fornleifadeildar

Brenda Prehal hefur verið ráðin sem deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga. Brenda er doktorsnemi við CUNY, The City University of New York, og er rannsóknarefni hennar heiðnir greftrunarsiðir á Íslandi. Brenda hefur reynslu af fornleifarannsóknum víðs vegar um landið frá árinu 2010, m.a. á Vestfjörðum, Mývatni og í Reykjavík, hún hefur einnig stundað fornleifarannsóknir í Noregi og á Skotlandi, auk þess sem hún hefur starfað við kennslu í fornleifafræði við CUNY háskólann í New York.
01.04.2020

Styrkir úr Fornminjasjóði og Húsafriðunarsjóði

Byggðasafn Skagfirðinga hlýtur styrki úr Húsafriðunarsjóði og Fornminjasjóði fyrir árið 2020. Húsafriðunarsjóður úthlutaði Byggðasafninu alls 3,2 milljónir króna og Fornminjasjóður 2,1 milljónir króna.
Byggðasafnið hlýtur styrki úr safnasjóði
25.03.2020

Byggðasafnið hlýtur styrki úr safnasjóði

Byggðasafn Skagfirðinga hlýtur alls 4,1 milljón króna úr safnasjóði fyrir árið 2020. Tilkynnt var um úthlutunina í dag að Mennta- og menningarmálaráðherra hafi úthlutað alls 177.243.000 kr. úr safnasjóði, að fenginni umsögn safnaráðs. Tilgangur sjóðsins er að efla starfsemi safna í landinu.
Nýtt varðveisluhúsnæði
24.03.2020

Flutningum á safngripum í nýtt varðveisluhúsnæði lokið!

Í síðustu viku lauk mjög stórum áfanga í sögu Byggðasafns Skagfirðinga. Síðustu þrjú árin hefur starfsfólk safnsins unnið að pökkun og flutningi safngripa í nýtt varðveisluhúsnæði og er þeirri vinnu nú lokið. Allt hófst verkefnið með ákvörðun um að flytja sýningar safnsins á Sauðárkróki og geymslur úr Minjahúsinu í annað húsnæði. Með ýmiskonar krókaleiðum var að endingu ákveðið að flytja geymslur safnsins í bráðabirgðahúsnæði að Borgarflöt á Sauðárkróki.
21.03.2020

Sýningar í Glaumbæ loka vegna kórónaveiru / Museum is closed due to coronavirus

Kæru vinir, Byggðasafn Skagfirðinga lokar sýningum sínum í Glaumbæ fyrir gestum vegna Covid-19 faraldursins. Staðan verður endurskoðuð eftir páska, þann 14. apríl. Farið vel með ykkur og við hlökkum til að sjá ykkur vonandi fljótlega. Á meðan hvetjum við alla til að fylgjast með okkur á samfélagsmiðlum. // Dear friends, the museum in Glaumbær is closed for visitors due to the cororonavirus, the decision will be reconsidered on April 14th. Take care of yourselves and we hope to see you again soon. In the meantime we urge you to follow us on social media.
03.01.2020

Áramót

Við óskum landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum gestum, samstarfsfólki og velunnurum fyrir árið sem var að líða. Þá er rétt að líta um öxl og horfa yfir farin veg. Tímamót eru hjá Byggðasafninu um þessar mundir þegar leiðir skilja við dr. Guðnýju Zoëga fornleifafræðing eftir 16 ára farsælt starf hjá safninu.
03.12.2019

Starf deildarstjóra fornleifadeildar laust til umsóknar

Byggðasafn Skagfirðinga óskar eftir að ráða fornleifafræðing til starfa. Leitað er eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að hafa yfirumsjón með rannsóknarstarfsemi Byggðasafns Skagfirðinga á sviði fornleifafræði, í samstarfi við safnstjóra og í samræmi við stofnskrá safnsins og samþykkta safnstefnu.
27.11.2019

Byggðasafn Skagfirðinga kom vel út í ferðavenjukönnun

Ánægjulegt var að sjá hve söfn á Norðurlandi komu vel út í könnun sem unnin var af Rannsóknarmiðstöð ferðamála um söguferðaþjónustu á Norðurlandi en þar kom fram að söfn eru vinsæl afþreying. Ferðamenn voru að jafnaði ánægðir með heimsóknina og fengu söfnin einkunnina 8,4 af 10 mögulegum hjá erlendum ferðamönnum, m.a. kom fram að 95% svarenda myndu mæla með Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ við fjölskyldu, vini og kunningja.
27.11.2019

Flutningar á gripum safnsins í Borgarflöt

Í gær hófust flutningar á safngripum úr Minjahúsinu á Sauðárkróki í bráðabirgðavarðveislurýmið á Borgarflöt. Um er að ræða 220 bretti með gripum sem þarf að flytja.
Á myndinni er faldbúningur frá 18. öld.
30.09.2019

Arfur Miklabæjar-Solveigar

Á dögunum bárust Byggðasafni Skagfirðinga merkisgripir. Um er að ræða skartgripi, tvær litlar kúpur og pinna sem fylgir þeim. Skartgripir þessir eru í sjálfu sér tiltölulega einfaldir og látlausir, en það sem gerir þá sérstaka er saga þeirra, sem er samofin einni þekktustu þjóðsögu Skagfirðinga, nefnilega sögunni af Miklabæjar-Solveigu.