02.04.2020
Brenda nýr deildarstjóri fornleifadeildar
Brenda Prehal hefur verið ráðin sem deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga. Brenda er doktorsnemi við CUNY, The City University of New York, og er rannsóknarefni hennar heiðnir greftrunarsiðir á Íslandi. Brenda hefur reynslu af fornleifarannsóknum víðs vegar um landið frá árinu 2010, m.a. á Vestfjörðum, Mývatni og í Reykjavík, hún hefur einnig stundað fornleifarannsóknir í Noregi og á Skotlandi, auk þess sem hún hefur starfað við kennslu í fornleifafræði við CUNY háskólann í New York.