18.05.2020
Í dag er Alþjóðlegi safnadagurinn og vegna Covid19 er honum fagnað á söfnum með stafrænum lausnum um heim allan. Að þessu sinni vilja söfnin vekja athygli á jafnrétti og fagna fjölbreytileikanum með yfirskriftinni „Söfn eru jöfn: Fjölbreytni og þátttaka allra“ (e. Museums for Equality: Diversity and Inclusion) en höfuðatriði samfélagslegs gildis safna er möguleikinn á því að bjóða fólki af ólíkum uppruna og með ólíkan bakgrunn að upplifa einstaka hluti. Það er gert til dæmis með því að vekja máls á ýmsum ójöfnuði, getur tekið til margra atriða; til dæmis þjóðernis, kyns, kynhneigðar og kynvitundar, félagslegs bakgrunns, menntunarstigs, líkamlegrar getu, stjórnmálaskoðana og trúarbragða.