Fara í efni

Opnunartími og verð

Yfirlitsmynd af safnsvæðinu, sjá má staðsetningu salerna og bílastæða og hvaða hús eru aðgengileg hreifihömluðum. Þá er bann við reykingum, bakpokum og klifri á húsum og garðlögum á safnsvæðinu.Opnunartími

  • 20. maí - 20. september: Daglega kl. 10:00 - 18:00
  • 21. september - 20. október: Virka daga kl. 10:00 - 16:00
  • 21. október - 31. mars: Eftir samkomulagi
  • 1. apríl - 19. maí: Virka daga kl. 10:00 - 16:00
Heimsókn yfir veturinn

Yfir vetrartímann (21. október - 31. mars) geta gestir hringt bjöllu á miðasölunni á virkum dögum milli kl. 10 og 16 til að athuga hvort hægt sé að opna safnið. Endilega bókið heimsóknir fyrirfram til að tryggja að starfsmaður sé á svæðinu.

Aðgangseyrir 2025

  • 2.200 kr. – Fullorðin
  • 1.900 kr.  – Hópar (6+), námsmenn, eldri borgarar og öryrkjar
  • 0 kr.  – Börn (0-17 ára), leiðsögumenn og korthafar FÍSOS, ICOM og ICOMOS

Vekjum athygli á Víðimýrarkirkju og sameiginlegum miðum fyrir Víðimýrarkirkju og Glaumbæ.

Upplýsingar um verðskrá ársins 2026 má finna hér.

Leiðsagnir

  • 2.200 kr. – Almenn leiðsögn fyrir stærri hópa, u.þ.b. 20 mínútur (fullt gjald í stað hópaverðs).
  • 15.000 kr. – Gjald fyrir einkaleiðsögn 45-60 mínútur (gjald leggst ofan á aðgangseyri; mest 12 manns).

Hópar

Vinsamlegast bókið hópa (6+) í safnið með a.m.k. tveggja daga fyrirvara í gegnum byggdasafn@skagafjordur.is eða í síma 453 6173. 
Athugið að leiðsögumenn og bílstjórar þurfa ekki að greiða fyrir aðgang að safninu.

Umgengnisreglur

Upplýsingar um umgengnisreglur á safnsvæðinu má finna hér. Við hvetjum leiðsögumenn til að miðla þessum reglum til gesta á þeirra vegum.

Séropnun utan almenns opnunartíma fyrir hópa (6+):
  • 15.000 kr. + aðgangseyrir.
  • Athugið: Nauðsynlegt að bóka með fyrirvara.

Garðsendi, miðasöluhús og safnbúð.