Fara í efni

Víðimýrarkirkja

Opnunartími

  • 1. júní - 31. ágús: Alla daga kl. 12:00 - 18:00, nema mánudaga (lokað)
  • 1. september - 31. maí: Lokað

Aðgangseyrir 2025

  • 1.000 kr.  – Fullorðin
  • 700 kr.  – Hópar (6+), námsmenn, eldri borgarar og öryrkjar
  • 0 kr.  – Börn (0-17 ára), leiðsögumenn og korthafar FÍSOS, ICOM og ICOMOS

Miðar eru keyptir inni í kirkjunni. Á opnunartíma þarf að kaupa miða til að skoða sig um í kirkjugarðinum.

Sameiginlegur aðgangur: Glaumbær og Víðimýrarkirkja

  • 2.500 kr.  – Fullorðin
  • 2.200 kr.  – Hópar (6+), námsmenn, eldri borgarar og öryrkjar
  • 0 kr.  – Börn (0-17 ára), leiðsögumenn og korthafar FÍSOS, ICOM og ICOMOS

Miðana má kaupa í Víðimýrarkirkju eða í Glaumbæ. Gilda fyrir samdægurs heimsókn í Glaumbæ og Víðimýrarkirkju.

Athugið: Aðeins er hægt að kaupa miða í Víðimýrarkirkju og sameiginlega miða í júní, júlí og ágúst þegar kirkjan er opin gestum.

Hópar

Vinsamlegast bókið hópa í kirkjuna með a.m.k. tveggja daga fyrirvara í gegnum byggdasafn@skagafjordur.is eða í síma 453 6173. 

Athugið að leiðsögumenn og bílstjórar þurfa ekki að greiða fyrir aðgang að kirkjunni.

Um kirkjuna

Torfkirkjan á Víðimýri var reist árið 1834 af Jóni Samsonarsyni smið og alþingismanni frá Keldudal. Víðimýrarkirkja er ein af örfáum torfkirkjum sem varðveist hafa á landinu og hefur verið meðal gersema í Húsasafni Þjóðminjasafns Íslands frá 1936 og hefur Byggðasafn Skagfirðinga annast varðveislu- og rekstur hennar samkvæmt samningi frá árinu 2016.

Líklega hefur kirkja fyrst verið reist á Víðimýri fljótlega eftir kristnitöku í landinu. Samkvæmt elsta máldaga frá um 1318 var kirkja á Víðimýri helguð Maríu guðsmóður og Pétri postula. Innréttingar Víðimýrarkirkju bera vitni um rótgróna hefð í sætaskipan íslenskra kirkna eftir siðbreytingu. Karlmenn sátu sunnanvert, heldri menn í kór en konur norðanvert, þær heldri í stúku. Ýmsir gamlir munir eru í kirkjunni, sumir úr eldri kirkjum á staðnum. Frekari upplýsingar um kirkjuna má finna hér.