Fara í efni

Fréttir

10.07.2013

Eldgamlir torfveggir

Þegar rífa átti vestur­gafl syðri skemmunnar í Glaumbæ kom í ljós að gaflhlaðið var tvíhlaðið. Innan við klömburhleðslu frá miðri 20. öld var strenghlaðinn gafl þess húss sem stóð á undan skemmunni en það var hesthús séra Hallgríms Thorlaciusar, sem bjó í Glaumbæ frá 1894 til 1935. Á miðjum gaflinum eru tóftardyrnar, samfallnar. Þessar tóftardyr og elsti hluti gaflsins sjást vel innan úr skemmunni. Ljúka átti viðgerðum sem hófust á skemmunni í maí með því að hlaða upp vesturgafl hússins og gilda upp í norðurvegginn.