09.10.2013
Söguleg safnahelgi framundan!
Næsta sunnudag, þann 13. október verða sýningarnar í Minjahúsinu, gamla bænum í Glaumbæ og í Áshúsinu opnar frá 13 til 17 og það kostar ekkert inn. Áskaffi opnar kl. 12 þennan daginn og í matinn er sunnudagssteik að hætti ömmu og mömmu.
Laugardaginn 12. okt. verða flest söfn og setur í Húnavatnssýslum með sýningar sínar opnar frá 13 til 17. Aðgangur ókeypis.