12.07.2014
Íslenski safnadagurinn er á morgun, sunnudaginn 13. júlí. Í tilefni dagsins verður gefinn góður afsláttur á aðgangi inn á sýningar safnsins í Minjahúsinu á Sauðárkróki og á safnsvæðinu í Glaumbæ.
Í Glaumbæ verður prjónað, heklað, brugðið, spunnið, saumað, strokkað og járn smíðað í eldi á milli 14 og 16.
Sýningarnar eru annars opnar eins og alla aðra daga sumar, á milli 9 og 18 í Glaumbæ og í Minjahúsinu á milli 12 og 19.