Fara í efni

Fréttir

17.03.2015

Styrkir úr Fornminjasjóði og Safnasjóði

Minjastofnun Íslands hefur úthlutað þremur styrkjum til Byggðasafns Skagfirðinga, samtals 5 millj. kr. úr Fornminjasjóði og Safnaráð hefur úthlutað safninu 3 millj. kr. í styrki úr Safnasjóði.
16.03.2015

Styrkur úr Húsafriðunarsjóði

Húsafriðunarsjóður leggur 700 þús. kr. til Tyrfingsstaðaverkefnisins á árinu 2015.
11.03.2015

Bandarískur styrkur til kirkju- og byggðasögurannsókna í Hegranesi

Byggðasafnið, ásamt bandarískum samstarfsaðilum, hefur fengið veglegan styrk til þriggja ára fornleifa- og jarðasjárrannsókna úr National Science Foundation/NSF. Styrkurinn er $688.000 eða um 90 milljónir króna. Rannsóknina köllum við Skagfirsku kirkju- og byggðasögurannsóknina eða Skagafjörður Church and Settlement Survey. Rannsóknin er þverfaglegt samstarfsverkefni og um leið sjálfstætt framhald rannsókna Byggðasafnsins á fornum kirkjugörðum í Skagafirði og rannsóknum bandaríska teymisins á byggðaþróun á Langholt, sem staðið hafa yfir í nokkur ár. Henni verður nú beint að Hegranesi.
11.03.2015

Skýrsla um 3. áfanga strandminjaskráninga er komin á Gagnabankann

Undanfarin þrjú ár hefur Bryndís Zoëga, landfræðingur, skráð strandminjar út að austan. Skráningunni var skipt í þrjá áfanga og hinum þriðja og síðasta er nú lokið.
01.02.2015

Ársskýrslan 2014

Ársskýrsla fyrir árið 2014 er komin út og hægt er að lesa hana á Gagnabankanum hér á heimasíðunni.
20.01.2015

Ársskýrsla Fornverkaskólans

Ársskýrsla Fornverkaskóla er komin á heimasíðu Fornverkaskólans
16.01.2015

Stiklað á verkefnum ársins 2014

Þrettán manns störfuðu við safnið á árinu 2014 og á þriðja tug einstaklinga til viðbótar tóku þátt í verkefnum á vegum þess eða tengdum því. Verkefni ársins voru margvísleg og gestir safnsins hafa aldrei verið fleiri. Snemma árs hlut safnið viðurkenningu ráðherra menningarmála samkvæmt tillögu Safnaráðs en viðurkenningin er forsenda þess að hægt sé að sækja um rekstrar- og verkefnastyrki til Safnasjóðs. Helstu verkefni ársins eru rakin á næstu síðu.
11.01.2015

Ljósmyndun safngripa hafin

Samhliða skráningum í Sarp sem er miðlægur gagnagrunnur minjasafna landsins, og fleiri stofnana, þarf að ljósmynda alla safnmuni þannig að hægt sé að sjá munina um leið og flett er upp í gagnasafninu. Á næstu mánuðum og árum verða allir safnmunir ljósmyndaðir, hvort sem þeir eru í geymslum eða sýningum. Þótt ljósmynd sé ekki komin við hvern grip í Sarpi eins og er má finna þar nákvæmar munalýsingar um þá ef leitað á heimasíðu gagnabankans, sem er www.sarpur.is, og ef hakað er í leit án ljósmynda. Um leið og mynd er sett inn birtast safnmunir tafarlaust.
23.12.2014

Gleðileg jól

Starfsfólk Byggðasafns Skagfirðinga sendir samstarfsfólki, velunnurum og gestum bestu óskir um gleðileg jól og gott nýtt ár, með þökk fyrir árið sem er að líða.
06.12.2014

Á málþingi til heiðurs Kristjáni Eldjárn

Tveir starfsmenn Byggðasafns Skagfirðinga kynntu rannsóknarstarfsemi safnsins á málþingi til heiðurs Kirstjáni Eldjárn, sem haldið var í dag, 6. des. 2014 í Þjóðminjasafni Íslands.