27.02.2014
Skráning skagfirskra strandminja
Sumarið 2013 var áframhald á skráningu fornleifa sem eru í hættu vegna landbrots af völdum sjávar, á austurströnd Skagafjarðar. Á síðustu áratugum virðist landbrot á austurströnd fjarðarins hafa aukist en engin heildarúttekt hefur farið fram á fornleifum sem kunna að vera í hættu vegna þessa.