Fara í efni

Fréttir

29.11.2014

Gleðilega jólaföstu

Sýningar í Áshúsinu og Áskaffi verða opin alla sunnudaga í desember frá 12-18.
04.11.2014

Nýtt smárit

Í prentun er smáritið Lesið í landið, sem fjallar um hvernig fólk á faraldsfæti, sem hefur áhuga á upplýsingum um gamla tíma og horfna starfshætti, getur skoðað og skilið mannvistarleifar sem víða má sjá í landslaginu. Höfundar smáritsins eru Guðmundur St. Sigurðarson, Guðný Zoëga og Sigríður Sigurðardóttir. Menningarráð Norðurlands vestra styrkti útgáfuna.
19.09.2014

í sumarlok

Nú er sumarið að baki og færri á ferð eftir því sem líður á haustið. Síðasti opnunardagur sumarsins í gamla bænum og Áshúsi/Áskaffi í Glaumbæ er laugardagurinn 20. sept. En við skellum ekki í lás og verðum á vaktinni alla daga í október milli 10 og 16.
21.08.2014

Úrsmíðameistara minnst

Aage V. Michelsen, sonur Jörgens Franks Michelsen (1882-1998), úrsmíðameistara, kom færandi hendi í Minjahúsið í dag. Aage hefur fært safninu marga merkilega muni s.s. flesta þá muni sem eru í sýningu á úrsmíðaverkstæðinu í Minjahúsinu og tileinkað er föður hans J.F. Michelsen.
16.07.2014

Skýrsla Skotanna

Dagana 18.-25. maí sl. heimsóttu okkur nokkrir Skotar. Þeir komu frá Casteltown Heritage Society, Historic Scotland, Northlight Heritage og National Trust for Scotland og voru þátttakendur í Cultural Heritage Interpretation and Sustainable Tourism eða CHIST, sem Fornverkaskólinn er þátttakandi í. Bryndís Zoëga tók á móti hópnum og leiddi hann um Skagafjörð og víðar um land. Skýrslu Skotanna má lesa á heimasíðu verkefnsins.
12.07.2014

Safnadagurinn

Íslenski safnadagurinn er á morgun, sunnudaginn 13. júlí. Í tilefni dagsins verður gefinn góður afsláttur á aðgangi inn á sýningar safnsins í Minjahúsinu á Sauðárkróki og á safnsvæðinu í Glaumbæ. Í Glaumbæ verður prjónað, heklað, brugðið, spunnið, saumað, strokkað og járn smíðað í eldi á milli 14 og 16. Sýningarnar eru annars opnar eins og alla aðra daga sumar, á milli 9 og 18 í Glaumbæ og í Minjahúsinu á milli 12 og 19.
29.06.2014

Blásvartur bæjarhrafn

Í dag gáfu Vestur-Íslendingarnir Einar og Rosalind Vigfússon Byggðasafni Skagfirðinga útskorinn hrafn, sem Einar skar út. Hrafninn er gefinn til minningar um ömmu og langömmu Einars, sem voru fjósakonur í Glaumbæ. Krummi verður til sýnis í Suðurstofunni í gamla bænum í Glaumbæ, meðal skagfirskra höfðingja og fyrirmenna sem skreyta veggina þar.
13.06.2014

Góðir styrkir

Menningarsjóður KS og Menningarráð Norðurlands vestra hafa styrkt safnið um 1100 þús. kr. á undanförnum dögum til að smíða og kenna að vefa á kljásteinavefstað, til byggðasögurannsókna og til sýningargerðar.
12.06.2014

Ísbjörninn fær nýtt rými

Þá er ísbjörninn sem fóstraður hefur verið í Minjahúsinu sl. sumur kominn í sinn eigin klefa í húsinu og þarf ekki lengur að standa inni á verkstæðistorgi. Minjahúsið er opið alla daga frá 12 til 19.
04.06.2014

Skáli frá 11. öld fundinn á Hamri í Hegranesi

Undanfarnar tvær vikur hafa starfsmenn Fornleifadeildar Byggðasafnsins unnið við fornleifauppgröft á Hamri í Hegranesi þar sem á að byggja við íbúðarhúsið. Það stendur á sama stað og bæir stóðu fyrr á öldum og því var nauðsynlegt að kanna fornleifar á byggingarsvæðinu áður en grunnur yrði tekinn. Undir lok rannsóknartímans kom í ljós 11. aldar skáli, sem sennilega er elstu byggðarleifar þar á bæ.