Frostlaus jörð og blíðviðri undanfarinna daga gaf tækifæri, sem sjaldan hefur gefist og verður notað þar til frystir, til að rista torf og hlaða úr því.
Safnið hefur gefið út rit um þrif og þvotta í torfbæjum. Ritið byggist á margra ára rannsóknum á aðstæðum í torfhúsum, áhöldum og tiltæku efni til þrifa og þvotta fyrr á tíð. Hægt er að panta ritið á netfangi safnsins: bsk@skagafjordur.is.
Á árinu 2016 varð mikil fjölgun safngesta bæði i Minjahúsinu á Sauðárkróki, þar sem tala þeirra næstum tvöföldaðist, og í gamla bænum í Glaumbæ. Samtals komu 49.520 manns á þessa tvo sýningarstaði safnsins.
Aðgangseyrir á sýningu safnsins í gamla bænum í Glaumbæ verður 1200 kr. fyrir hópa árið 2017. Frítt verður fyrir börn að 17 ára aldri og 1600 kr. fyrir einstaklinga 18 ára og eldri.