29.12.2017
Við kveðjum árið 2017
Árið 2017 var viðburðarikt og fullt af áformuðum og óvæntum atburðum og gjörningum. Fjöldi samstarfsfólks kom og fór, gestir voru færri en á árinu 2016 og mikill tími fór í pökkun safnmuna, ljósmyndun og skráningarvinnu. Starfsmenn safnsins voru alls 15. Í árslok eru 6 starfsmenn í 4,3 stöðugildum.