11.12.2018
Blóðug lækning?
Hefur þú velt því fyrir þér hvernig fólk brást við þegar veikindi og slys bar að garði fyrr á öldum? Læknisfræði hefur fleygt fram síðustu áratugi og nú finnst okkur sjálfsagt að hafa aðgang að lækni í nágrenninu þegar eitthvað bjátar á, en fram á síðari hluta 19. aldar voru sjö læknisembætti á Íslandi, auk landlæknis. Fyrir þann tíma þurftu flestir að reiða sig á eigið hugvit, alþýðuvisku og húsráð, sjálfmenntaða menn og „skottulækna“ til að bjarga lífi og limum.