05.03.2019
Komdu á safn í vetrarfríinu!
Það þarf ekki að fara langt til að hafa það skemmtilegt í vetrarfríinu. Á fimmtudaginn 7. mars nk. verður sannkallað fjölskyldufjör hjá Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ, í tilefni af vetrarfríi Grunnskólanna í Skagafirði. Farið verður í ratleik um safnasvæðið, völuspá verður í gamla bænum og sýndarveruleikasýningin „Menning, tunga og tímagöng til 1918“ verður í Gilsstofu.