02.09.2019
FJÖLMENNT Á OPNU HÚSI Á TYRFINGSSTÖÐUM
Hátt í 150 manns lögðu leið sína fram á Kjálka í Skagafirði laugardaginn 31. ágúst, þegar gömlu húsin á Tyrfingsstöðum voru opnuð gestum og gangandi. Viðburðurinn Opið hús á Tyrfingsstöðum var haldinn í tengslum við Menningarminjadaga Evrópu 2019.