Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna sem mættu síðastliðinn fimmtudag á Fjölskyldufjör!
Það var skemmtileg dagskrá fyrir börn og aðstandendur þeirra en boðið var upp á leiðsögn um gamla bæinn og Bingóspjald Byggðasafnsins, en verðlaun voru í boði fyrir eina röð eða heilt spjald. Þá var að venju rjúkandi heitt kakó og gómsætar veitingar á boðstólnum í Áshúsi. Þetta var frábær dagur en á Facebook-síðu safnsins má sjá nokkrar myndir frá viðburðinum.
Við þökkum Safnasjóði fyrir stuðninginn sem gerir okkur kleift að halda slíka viðburði.