Fara í efni

7 milljónir úr fornminjasjóði

Úthlutun úr fornminjasjóði 2025 hefur nú farið fram en 23 verkefni, af 67 sem sóttu um, fengu úthlutað úr sjóðnum, að heildarupphæð 92.540.000 kr.
 
Byggðasafn Skagfirðinga fékk þar af 7.000.000 kr. fyrir verkefnið Verbúðalíf á Höfnum - rannsókn á verbúðaminjum í hættu á Höfnum á Skaga.
 
Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn!