Fara í efni

Fréttir

18.03.2014

Húsafriðunar- og fornminjasjóðsstyrkir

Húsafriðunarsjóður hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2014. Byggðasafn Skagfirðinga fékk 1, 3 millj. kr. styrki til þriggja verkefna frá honum. Fornminjasjóður veitir tveimur verkefnum brautargengi, samtals um 800 þús. kr.
03.03.2014

Ársskýrsla 2013

Ársskýrslan fyrir 2013 er komin út og hægt að lesa hana á gagnabankanum.
27.02.2014

Skráning skagfirskra strandminja

Sumarið 2013 var áframhald á skráningu fornleifa sem eru í hættu vegna landbrots af völdum sjávar, á austurströnd Skagafjarðar. Á síðustu áratugum virðist landbrot á austurströnd fjarðarins hafa aukist en engin heildarúttekt hefur farið fram á fornleifum sem kunna að vera í hættu vegna þessa.
26.02.2014

Viðurkenning frá Safnaráði

Byggðasafn Skagfirðinga hefur fengið viðurkenningu frá Safnaráði.
07.02.2014

Lesin Hrafns saga Sveinbjarnarsonar

Næstu fjóra sunnudaga (sá fyrsti er 9. febr.) stendur Sturlungaslóðarhópurinn fyrir samlestri á Sögu Hrafns Sveinbarnarsonar, goðorðsmanns og læknis, sem er í Sturlungasögusafninu. Lestur hefst kl. 10:30 og lýkur um 12. Í Áshúsi / Áskaffi. Allir velkomnir, engin gjöld.
03.02.2014

Framundan eru Forverkanámskeið

Næstu tvö námskeið Fornverkaskólans verða 2.-4. maí, vefnaðarnámskeið og 4.-7. júní, torfhleðsla og grindarsmíðar
29.01.2014

Opið á sunnudögum í vetur

Frá og með Kyndilmessu, 2. febrúar, verður sýningin í Áshúsinu og Áskaffi opin alla sunnudaga í vetur, frá 12 til 17.
08.01.2014

Stiklur frá 2013

Árið 2013 var afar viðburðaríkt. Hér er smá upprifjun, einskonar inngangur að ársskýrslunni sem er í vinnslu.
30.12.2013

Gestir safnsins á árinu 2013

Síðustu safngestirnir komu við í gamla bænum í Glaumbæ í dag. Þrír Belgar á bílaleigubíl. Dæmigerðir gestir safnsins, ef horft er til þess að 95% þeirra eru útlendingar.
22.12.2013

Opið sunnudaginn 29. desember

Á sunnudaginn milli jóla og nýjárs verða gamli bærinn í Glaumbæ og Áskaffi opin fyrir gesti frá 15 til 18. Fyrir þá sem vilja eiga notalega stund yfir hátíðarnar, án þess að þurfa að snúa öllum jólaplönum við, og fyrir gesti sem dvelja í Skagfirði og hafa tök á að koma og njóta með okkur. Verið velkomin!