Árið 2017 var viðburðarikt og fullt af áformuðum og óvæntum atburðum og gjörningum. Fjöldi samstarfsfólks kom og fór, gestir voru færri en á árinu 2016 og mikill tími fór í pökkun safnmuna, ljósmyndun og skráningarvinnu. Starfsmenn safnsins voru alls 15. Í árslok eru 6 starfsmenn í 4,3 stöðugildum.
Hinn árlegi sögudagur á Sturlungaslóð verður laugardaginn 12. ágúst og er hann að þessu sinni helgaður endurútgáfu bókarinnar Á Sturlungaslóð sem hefur verið ófáanleg í mörg ár.
Boðið er til málþings í Kakalaskála til kynningar á bókinni og munu fræðimennina doktor Árna Daníel Júlíusson, annar af textahöfundum bókarinnar, og Aðalheiður Guðmundsdóttir prófessor í miðaldabókmenntum við Háskóla Íslands, flytja fróðleg erindi.
Málþingið hefst kl 16 og verða kaffiveitingar og umræður að því loknu.
Aðgangur ókeypis.
Í fyrsta sinn, eftir aldamótin 2000, fækkaði safngestum í júnímánuði um tæplega þúsund manns á milli ára. Júnígestirnir í fyrra voru yfir átta þúsund en nú eru þeir um sjö þúsund.
Samningi sem gerður var árið 2002 á milli Byggðasafns Skagfirðinga og Þjóðminjasafns Íslands um rekstur gamla bæjarins í Glaumbæ hefur verið sagt upp og stefnt er að gerð nýs samnings á nýjum forsendum.
Pökkun safnkosts Byggðasafns Skagfirðinga í Minjahúsinu á Sauðárkróki fer fram um þessar mundir, fyrir flutning safnsins úr Minjahúsinu. Síðastliðinn föstudag sótti Björn Sverrisson Ford A bifreið sína, árgerð 1930, sem hefur verið til sýnis í Minjahúsinu um árabil.
Byggðasafn Skagfirðinga hlaut styrki til tveggja verkefna úr Húsafriðunarsjóði. Annarsvegar 1, 5 millj. kr. til Tyrfingsstaðaverkefnisins og hinsvegar 500 þús. kr. til úrvinnslu torfrannsókna, sem felst í ritun og útgáfu væntanlegs 3. rannsóknarrits safnsins.
Safnasjóður veitir safninu 2,5 millj. kr. í styrk á þessu ári.