27.07.2013
Kirkjugarðsrannsókn á Stóru-Seylu
Nú fer fram, annað sumarið í röð, fornleifauppgröftur á 11. aldar kirkjugarði á Stóru-Seylu á Langholti, Skagafirði. Rannsóknin mun taka þrjár vikur og að henni koma 10 manns, sérfræðingar og nemar bæði innlendir og erlendir. Verkefnið er á vegum Fornleifadeildar Byggðasafnsins í samstarfi við bandarískan rannsóknarhóp sem hefur undanfarin 10 ár stundað fornleifa- og jarðsjárrannsóknir í héraðinu.