Fara í efni

Fréttir

16.01.2015

Stiklað á verkefnum ársins 2014

Þrettán manns störfuðu við safnið á árinu 2014 og á þriðja tug einstaklinga til viðbótar tóku þátt í verkefnum á vegum þess eða tengdum því. Verkefni ársins voru margvísleg og gestir safnsins hafa aldrei verið fleiri. Snemma árs hlut safnið viðurkenningu ráðherra menningarmála samkvæmt tillögu Safnaráðs en viðurkenningin er forsenda þess að hægt sé að sækja um rekstrar- og verkefnastyrki til Safnasjóðs. Helstu verkefni ársins eru rakin á næstu síðu.
11.01.2015

Ljósmyndun safngripa hafin

Samhliða skráningum í Sarp sem er miðlægur gagnagrunnur minjasafna landsins, og fleiri stofnana, þarf að ljósmynda alla safnmuni þannig að hægt sé að sjá munina um leið og flett er upp í gagnasafninu. Á næstu mánuðum og árum verða allir safnmunir ljósmyndaðir, hvort sem þeir eru í geymslum eða sýningum. Þótt ljósmynd sé ekki komin við hvern grip í Sarpi eins og er má finna þar nákvæmar munalýsingar um þá ef leitað á heimasíðu gagnabankans, sem er www.sarpur.is, og ef hakað er í leit án ljósmynda. Um leið og mynd er sett inn birtast safnmunir tafarlaust.
23.12.2014

Gleðileg jól

Starfsfólk Byggðasafns Skagfirðinga sendir samstarfsfólki, velunnurum og gestum bestu óskir um gleðileg jól og gott nýtt ár, með þökk fyrir árið sem er að líða.
06.12.2014

Á málþingi til heiðurs Kristjáni Eldjárn

Tveir starfsmenn Byggðasafns Skagfirðinga kynntu rannsóknarstarfsemi safnsins á málþingi til heiðurs Kirstjáni Eldjárn, sem haldið var í dag, 6. des. 2014 í Þjóðminjasafni Íslands.
29.11.2014

Gleðilega jólaföstu

Sýningar í Áshúsinu og Áskaffi verða opin alla sunnudaga í desember frá 12-18.
04.11.2014

Nýtt smárit

Í prentun er smáritið Lesið í landið, sem fjallar um hvernig fólk á faraldsfæti, sem hefur áhuga á upplýsingum um gamla tíma og horfna starfshætti, getur skoðað og skilið mannvistarleifar sem víða má sjá í landslaginu. Höfundar smáritsins eru Guðmundur St. Sigurðarson, Guðný Zoëga og Sigríður Sigurðardóttir. Menningarráð Norðurlands vestra styrkti útgáfuna.
19.09.2014

í sumarlok

Nú er sumarið að baki og færri á ferð eftir því sem líður á haustið. Síðasti opnunardagur sumarsins í gamla bænum og Áshúsi/Áskaffi í Glaumbæ er laugardagurinn 20. sept. En við skellum ekki í lás og verðum á vaktinni alla daga í október milli 10 og 16.
21.08.2014

Úrsmíðameistara minnst

Aage V. Michelsen, sonur Jörgens Franks Michelsen (1882-1998), úrsmíðameistara, kom færandi hendi í Minjahúsið í dag. Aage hefur fært safninu marga merkilega muni s.s. flesta þá muni sem eru í sýningu á úrsmíðaverkstæðinu í Minjahúsinu og tileinkað er föður hans J.F. Michelsen.
16.07.2014

Skýrsla Skotanna

Dagana 18.-25. maí sl. heimsóttu okkur nokkrir Skotar. Þeir komu frá Casteltown Heritage Society, Historic Scotland, Northlight Heritage og National Trust for Scotland og voru þátttakendur í Cultural Heritage Interpretation and Sustainable Tourism eða CHIST, sem Fornverkaskólinn er þátttakandi í. Bryndís Zoëga tók á móti hópnum og leiddi hann um Skagafjörð og víðar um land. Skýrslu Skotanna má lesa á heimasíðu verkefnsins.
12.07.2014

Safnadagurinn

Íslenski safnadagurinn er á morgun, sunnudaginn 13. júlí. Í tilefni dagsins verður gefinn góður afsláttur á aðgangi inn á sýningar safnsins í Minjahúsinu á Sauðárkróki og á safnsvæðinu í Glaumbæ. Í Glaumbæ verður prjónað, heklað, brugðið, spunnið, saumað, strokkað og járn smíðað í eldi á milli 14 og 16. Sýningarnar eru annars opnar eins og alla aðra daga sumar, á milli 9 og 18 í Glaumbæ og í Minjahúsinu á milli 12 og 19.