Fara í efni

Viðurkenning frá Safnaráði

Ráðherrra hefur viðurkennt 39 íslensk söfn samkvæmt tillögum Safnaráðs. Viðurkenningin er ótímabundin og ráðherra getur afturkallað hana að fenginni tillögu safnaráðs, telji ráðið að safnið uppfylli ekki lengur skilyrði viðurkenningar. Viðurkenning Safnaráðs er forsenda þess t.d. að safnið geti sótt um rekstrar- og verkefnastyrki til Safnasjóðs. Viðurkenndum söfnum ber að starfa í samræmi við ákvæði safnalaga og skilyrði reglugerðar um viðurkenningu safna.