20.08.2013
Fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga, ásamt samstarfsaðilum, hlaut nýverið Evrópustyrk til greininga á íslenskum deiglum. Deiglur eru ílát til að bræða málma, einkum eir eða kopar og ýmsar samsetningar af kopar, tini og blýi og hafa verið notaðar á Íslandi frá landnámi til okkar daga. Í elstu tíð hafa þær verið smáar, á stærð við kaffibolla og jafnvel smærri, og gerðar úr leir, en á seinni öldum einnig úr málmum og steinefnum af ýmsu tagi.