Kertahjálmur þessi hefur prýtt margar Glaumbæjarkirkjur og er nú orðinn safngripur. Hann er talinn vera frá 15. eða 16. öld. Ljónið, efst á hjálminum, sem er tákn Markúsar guðspjallamanns, er þekkt helgitákn og táknar styrkleika, kraft og konungstign. Hjálmurinn er úr kopar og hefur nokkrum sinnum verið lagfærður, einkum dropskálarnar undir kertapípunum. Hann hangir yfir skrifborði séra Hallgríms Thorlacíusar sem bjó í gamla bænum í Glaumbæ síðastur Glaumbæjarpresta. Skrifborðið er í Suðurstofunni og gegnir nú hlutverki afgreiðsluborðs þar.