Fara í efni

Fréttir

08.01.2014

Stiklur frá 2013

Árið 2013 var afar viðburðaríkt. Hér er smá upprifjun, einskonar inngangur að ársskýrslunni sem er í vinnslu.
30.12.2013

Gestir safnsins á árinu 2013

Síðustu safngestirnir komu við í gamla bænum í Glaumbæ í dag. Þrír Belgar á bílaleigubíl. Dæmigerðir gestir safnsins, ef horft er til þess að 95% þeirra eru útlendingar.
22.12.2013

Opið sunnudaginn 29. desember

Á sunnudaginn milli jóla og nýjárs verða gamli bærinn í Glaumbæ og Áskaffi opin fyrir gesti frá 15 til 18. Fyrir þá sem vilja eiga notalega stund yfir hátíðarnar, án þess að þurfa að snúa öllum jólaplönum við, og fyrir gesti sem dvelja í Skagfirði og hafa tök á að koma og njóta með okkur. Verið velkomin!
02.12.2013

Rökkurganga

Eins og á jólaföstum undanfarin 18 ár bjóða starfsmenn safnsins gestum að ganga með sér í rökkrinu í gamla bæinn í Glaumbæ og njóta kyrrðar og tíðaranda löngu liðinna jóla.
25.11.2013

Ný stofnskrá

Safnaráð hefur staðfest nýja stofnskrá Byggðasafns Skagfirðinga og tekur hún gildi þann 1. desember n.k. Stofnskrá þessi er hin 4. sem samin er fyrir safnið frá stofnun þess. Endurnýja þurfti stofnskrána í samræmi við ný safnalög sem tóku gildi þann 1. jan. 2013.
22.11.2013

Næst síðasti lestur

Á sunnudaginn kemur, þann 24. nóv. er komið að næstsíðasta lestri Sturlungaslóðarhópsins, sem hefur verið í Áskaffi síðstu þrjá sunnudaga. Lesin verður Sturlusaga. Lestur þessa sunnudags hefst á 12. kafla. Síðasti lestur Sturlusögu verður sunnudagur 1. desember og þá ljúkum við sögunni. Allir velkomnir.
16.10.2013

Opið á sunnudögum fram að jólum!

Áshúsið verður opið almenningi alla sunnudaga fram að jólum frá 12 til 17 og hægt er að fá að skoða gamla bæinn í Glaumbæ á sama tíma. Áskaffi er opið á sama tíma.
09.10.2013

Söguleg safnahelgi framundan!

Næsta sunnudag, þann 13. október verða sýningarnar í Minjahúsinu, gamla bænum í Glaumbæ og í Áshúsinu opnar frá 13 til 17 og það kostar ekkert inn. Áskaffi opnar kl. 12 þennan daginn og í matinn er sunnudagssteik að hætti ömmu og mömmu. Laugardaginn 12. okt. verða flest söfn og setur í Húnavatnssýslum með sýningar sínar opnar frá 13 til 17. Aðgangur ókeypis.
07.10.2013

Kirkjugarður fundinn í Keflavík í Hegranesi

Í síðustu viku grófu Rarik-menn skurð austan við gamla bæjarhólinn í Keflavík í Hegranesi. Í skurðinum sá Þórey bóndi í Keflavík hleðslusteina sem hún lét vita af. Þegar þeir voru kannaðir í morgun komu í ljós gamlar hleðslur undir ljósu öskulagi frá Heklugosi 1104. Sömuleiðis fundust fótabein tveggja einstaklinga sem hafa verið lagðir þar til greftrunar.
30.09.2013

Það verður kennt að vefa á kljásteinavefstað

Dagana 18-20. október er fyrirhugað að halda námskeið í kljásteinavefnað í Auðunarstofu, á Hólum í Hjaltadal. Upplýsingar gefur Bryndís Zoëga, bryndisz@skagafjordur.is eða í síma 453 5097.