Nánar um verkefnið
Auk þess að kanna möguleika á ský- tækninni munu einnig verða þróaðar ýmsar sérþjónustur til að auðga stafrænu gögnin, s.s. upplýsingar um staðsetningar og lýsisgögn, orðasöfn um staðbundna sögu og fornleifafræði o.s.frv.
Stefnt er að því að LoCloud-verkefnið verði til þess að efla Europeana og auka við það efni sem þar er aðgengilegt og er markmiðið að verkefnið skili um 4 milljónum stafrænna gagna.
Að LoCloud standa aðilar með reynslu úr tæknigeiranum, aðilar sem áður hafa veitt aðgengi að sínum gögnum í gegnum Europeana, aðilar sem hafa reynslu af samansöfnun stafrænna gagna og aðilar með ýmis sérfræðisvið. Saman myndar hópurinn sterka heild. Gunnar Urtegaard frá Þjóðskjalasafni Noregs sem situr í verkefnisstjórn, sagði í lok fundar: "Ef við getum haft þetta einfalt fyrir gagnaeigendur og einfalt fyrir notendur og fjarlægt allar flækjur á milli, þá verður þetta afar árangursríkt verkefni.”
Europeana.eu veitir aðgang að stafrænu efni frá evrópskum galleríum, bókasöfnum, söfnum, skjalasöfnum og hljóðsöfnum. Þar er nú að finna yfir 26 milljónir stafrænna gagna s.s. bækur, ljósmyndir, málverk, kvikmyndir, hljóðupptökur og önnur gögn frá meira en 2.200 stofnunum í Evrópu. Nánari upplýsingar má finna á http://www.europeana.eu/portal/.
LoCloud er eitt þeirra verkefna sem styrkt er af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að þróa Europeana og bæta við það efni sem þar er aðgengilegt.
LoCloud byggir á árangri tveggja Best Practice Network verkefna: Carare og Europeana Local en þau verkefni skiluðu vel yfir 5 milljónum stafrænna gagna til Europeana.
Nánari upplýsingar er að finna á: www.locloud.eu.
LoCloud er styrkt af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í UT Policy Support Programme.