Fara í efni

Vefnaðarnámskeið

Kennt er að vefa í kljásteinavefstöðum. Kennarar eru Ragnheiður Þórsdóttir og Guðrún H. Bjarnadóttir. Starfsmenn Byggðasafnsins halda utan um námskeiðið. Bryndís Zoëga, sem jafnframt er verkefnisstjóri Fornverkaskólans, stýrir verkinu og henni til aðstoðar er Inga Katrín D. Magnúsdóttir. Nemendur eru sex. Þær Brynhildur Bergþórsdóttir, Marianne Guckelsberger og Gréta Sörensen úr Reykjavík, Gudrun Kloes frá Hvammstanga, Ingibjörg Kristinsdóttir úr Mosfellsbæ og Sigríður Káradóttir frá Sauðárkróki.

Kennt er á þrjá vefstaði. Einn er okkar eigin, smíðaður árið 2012 og hefur sá staðið í Auðunarstofu, þar sem námskeiðið er haldið. Enda vel við hæfi þar sem gjörningurinn á vel við húsið. Tveir voru fengnir að láni. Annar er frá Hildi Hákonardóttur og hinn frá Minjasafninu á Akureyri. Myndefni frá námskeiðinu mun innan tíðar birtast á heimasíðu Fornverkaskólans: www.fornverkaskólinn.is en einnig má skoða nokkrar myndir sem komnar eru á fésbókarsíðu safnsins.