Byggðasafnið hefur fengið bjarndýrið, sem fellt var við Þverárfjallsveg, þann 3. júní 2008 að láni frá Náttúrstofnun Íslands næstu tvö sumur og búið er að koma því í viðeigandi umhverfi í Minjahúsinu.
Ísbirnir eða hvítabirnir eins og þeir heita réttu nafni eru stærstu rándýr jarðarinnar og hafa marg oft hrakist til Íslands með rekís á undanförnum öldum. Þetta er fyrsta bjarndýrið sem steig á land á þessari öld.