Fara í efni

Gleðilega jólaföstu

Við opnum Áshúsið alla sunnudaga í desember milli 12 og 18, um leið og Áskaffi sem býður upp á að smakka og njóta allskonar góðgætis. Húsið er komið í fallegan jólabúning og skartar jólaskrauti frá seinni hluta 20. aldar. 

Tvo næstu sunnudaga (30. nóv. og 7. des.) ætla félagar á Sturlungaslóð að lesa saman Þorgils sögu og Hafliða, í Áshúsi milli 10:30 og 12 og er öllum velkomið að taka þátt í lestrinum eða hlusta á hann.

Sunnudaginn 21. des. bjóðum við upp á rökkurgöngur í gamla bæinn kl. 16 og 16.30. 

Þá verður sú nýbreytni í boði hjá Áskaffi á aðfangadgskvöld að kaffistofan verður opnuð fyrir gesti í kvöldmat ef næg þátttaka fæst.  Sjá matseðil kvöldsins hér.

VERIÐ VELKOMIN