Fara í efni

Úrsmíðameistara minnst

Í dag afhenti Aage V. Michelsen safninu mynd af föður sínum. Myndinni verður komið fyrir á Michelsens úrsmíðaverkstæðinu í Minjahúsinu. Faðir hans, Jörgen Frank, sem var danskrar ættar, settist að á Sauðárkróki 1909 og setti upp úrsmíðaverkstæði sem hann starfrækti þar til 1935 eða þar til að hann flutti til Reykjavíkur og setti upp úrsmíðaverkstæði þar, sem enn starfar.