Dr. Brian Damiata kannar rakastig graffyllinga. Raki hefur áhrif á hvernig grafir sjást í jarðsjá. |
Leifar torfveggjar smiðjunnar, sem kirkjan hefur verið reist á. Tvær grafir voru teknar í gegn um veggi og gólf smiðjunnar austan við kirkjua. |
Lísabet Guðmundsdóttir við uppmælingar. |
Yfirlitsmynd af Seylukirkjugarði við lok uppgraftar.Miklum jarðvegi var mokað í burtu. Jarðvegsdúkur verður lagður yfir svæðið og jarðvegi komið aftur fyrir ofan á minjum. |
Garðurinn virðist hafa verið tekinn í notkun skömmu eftir aldamótin 1000 eKr. og verið aflagður eftir miðja 11. öld. Rannsóknin leiddi enn fremur í ljós að undir smiðju þeirri sem 11. aldar timburkirkjan stóð á voru stæðilegar leifar útihúss, e.t.v. fjóss eða annarskonar gripahúss. Smiðjan hefur verið í notkun á 10. öld og útihúsið undir henni hefur því enn eldri, e.t.v. allt frá landnámsöld.
Tvær grafir fundust í gólfi kirkjunnar, gröf fullorðins einstaklings og kornabarns sem grafið hefur verið inn undir kirkjuvegginn, bein höfðu verið fjarlægð úr þeim báðum. Báðar grafirnar lágu í suður helmingi kirkjunnar en engin gröf var hinsvegar sýnileg í nyrðri helmingnum. Hafi þessi heiðurssess innan kirkjunnar verið ætlaður húsbændum á Seylu kann að vera að einstaklingurinn sem liggja skyldi norðan megin í kirkjunni hafi fengið sitt leg í kirkjugarðinum sem stofnaður var á nýju bæjarstæði Seylubæjar einhvern tímann á 11. öld.
Niðurstöður rannsóknarinnar hafa vakið upp fjölmargar spurningar og vangaveltur en nú fer í hönd úrvinnsla gagna sem vonandi mun veita svör við einhverjum þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar munu svo koma út í skýrslu á haustdögum.
Fornleifarannsókn af þeirri stærð og hér um ræðir fylgir mikið jarðrask og umgangur og yrði seint unnin án samráðs við og velvilja landeigenda. Við viljum þakka Seylubændum Steinunni Fjólu og Guðmundi Þór kærlega fyrir gott samstarf.