Berglind Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin í stöðu safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga frá 1. júlí 2018. Sjá nánar á vefsíðu sveitarf. Skagafjarðar.
Berglind Þorsteinsdóttir er með BA próf í fornleifafræði og meistarapróf í menningarfræðum frá Háskóla Íslands, með meiru því hún er einnig lærð í grafískri miðlun, o.fl.
Berglind hefur reynslu af störfum við fornleifagröft hérlendis og erlendis og hefur starfað sem verkefnastjóri við öflun heimilda og skráningu safnmuna m.a. hjá Listasafni Skagfirðinga og Byggðasafni Skagfirðinga. Þá hefur hún einnig starfað sem blaðamaður og við að ritstýra fréttablaðinu Feyki.