Úthlutað hefur verið úr Húsafriðunarsjóði fyrir árið 2017. Byggðasafn Skagfirðinga hlaut tvo styrki, samtals 2 mill. kr., úr sjóðnum. Annarsvegar 1,5 millj. króna til Tyrfingsstaðaverkefnisins og 500 þús kr. til ritunar ritsins Torf í arf, torfrannsóknir, sem verður 3. rannsóknarrit Byggðasafnsins.
Rannsóknarrit 1 var Skagfirska kirkjurannsóknin. Miðaldakirkjur 1000-1300, útg. 2012, rit 2 var Þrif og þvottar í torfbæjum, útg. 2017.
Þá hefur Safnasjóður tilkynnt um úthlutun á árinu 2017. Safnið fær 1 millj. kr. í rekstarstyrk og 1,5 millj. kr til að ljósmynda og skrá safnmuni í Sarp.