Fara í efni

Fréttir

28.03.2019

Byggðasafnið hlýtur styrki

Byggðasafn Skagfirðinga hlýtur styrki úr Húsafriðunarsjóði og Fornminjasjóði fyrir árið 2019. Húsafriðurnarsjóður úthlutaði Byggðasafninu alls 2,6 milljónir króna og Fornminjasjóður 800 þúsund krónur.
Byggðasafnið fær styrki úr safnasjóði
11.03.2019

Byggðasafnið fær styrki úr safnasjóði

Byggðasafn Skagfirðinga hlýtur alls 4 milljónir króna úr safnasjóði fyrir árið 2019. Tilkynnt var um úthlutunina fyrir helgi að Mennta- og menningarmálaráðherra hafi úthlutað alls 113.850.000 kr. úr safnasjóði, að fenginni umsögn safnaráðs. Tilgangur sjóðsins er að efla starfsemi safna í landinu.
05.03.2019

Komdu á safn í vetrarfríinu!

Það þarf ekki að fara langt til að hafa það skemmtilegt í vetrarfríinu. Á fimmtudaginn 7. mars nk. verður sannkallað fjölskyldufjör hjá Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ, í tilefni af vetrarfríi Grunnskólanna í Skagafirði. Farið verður í ratleik um safnasvæðið, völuspá verður í gamla bænum og sýndarveruleikasýningin „Menning, tunga og tímagöng til 1918“ verður í Gilsstofu.
Öskutrog frá Kálfárdal í Gönguskörðum.
05.02.2019

Bóndi, býður þú þorra í garð?

Þorrinn er genginn í garð, margir stefna á að fara á þorrablót og því ekki úr vegi að fjalla örstutt um tímabilið. Í forníslensku tímatali var þorri fjórði mánuður vetrar, og hefst hann á föstudegi í 13. viku vetrar, nú á bilinu 19-25. janúar. Þann dag þekkjum við flest undir heitinu bóndadagur. Heiti mánaðarins þekkist í heimildum a.m.k. frá 12. öld en óvíst er um uppruna orðsins
11.12.2018

Blóðug lækning?

Hefur þú velt því fyrir þér hvernig fólk brást við þegar veikindi og slys bar að garði fyrr á öldum? Læknisfræði hefur fleygt fram síðustu áratugi og nú finnst okkur sjálfsagt að hafa aðgang að lækni í nágrenninu þegar eitthvað bjátar á, en fram á síðari hluta 19. aldar voru sjö læknisembætti á Íslandi, auk landlæknis. Fyrir þann tíma þurftu flestir að reiða sig á eigið hugvit, alþýðuvisku og húsráð, sjálfmenntaða menn og „skottulækna“ til að bjarga lífi og limum.
23.10.2018

Sumaropnunartíma Byggðasafnsins lokið

Nú þegar daginn er tekið að stytta er ekki lengur opið á föstum opnunartíma í safninu. Við færum gestum okkar hjartans þakkir fyrir komuna í Glaumbæ og Víðimýri í sumar. Það sem af er ári hafa alls 42.128 manns lagt leið sína á báða viðkomustaði, 37.933 í Glaumbæ og 4.195 í Víðimýri.
09.10.2018

Nýjar vefsýningar á Sarpur.is

Á sýningum og í geymslum Byggðasafns Skagfirðinga kennir ýmissa grasa, þar er m.a. að finna marga listilega útskorna gripi, innanstokksmuni sem og nytjahluti. Byggðasafn Skagfirðinga hefur nú birt tvær vefsýningar á menningarsögulega gagnasafninu Sarpi, annars vegar sýningu um útskurð og hins vegar um kistur.
19.08.2018

„Komdu á safn!“

Kvikmyndateymið MASH var við tökur í Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ nú fyrir helgi en þeir voru á vegum Félags safna og safnamanna (FÍSOS) sem hefur ráðist í að gera kynningarmyndband um söfn sem verður frumsýnt í haust. Um er að ræða annað myndbandið sem Físos lætur gera og er sjálfstætt framhald af öðru myndbandi sem birt var á Safnadeginum 18. maí síðstliðinn. Myndböndin bera yfirskriftina: „Komdu á safn!“
01.08.2018

Lætur af störfum eftir rúmlega þrjátíu ára farsælt starf

Sigríður Sigurðardóttir lét af störfum sem safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga um mánaðarmótin júní-júlí eftir farsælt starf hjá safnsinu undanfarna rúma þrjá áratugi, en hún var ráðin sem safnstjóri 1. ágúst 1987 fyrir nákvæmlega 31 ári.
19.07.2018

Forn kirkjugarður finnst á Utanverðunesi

Rannsóknir Skagfirsku kirkju- og byggðasögurannsóknanna fara nú fram í Hegranesi fjórða árið í röð. Í þetta sinn er hópurinn nokkru minni en undanfarin ár, eða 11 manns. Tilgangur rannsóknanna er að skoða aldur og dreifingu elstu byggðar í Hegranesi og tengsl byggðaþróunar við kirkjusögu svæðisins. Verkefnið er samstarfsverkefni Byggðasafnsins og fornleifarannsóknastöðvarinnar Fiske Center í UMass Boston.