Fara í efni

Fréttir

30.12.2021

Viðburðaríkt ár með tæplega 38 þúsund gestum

Við óskum landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum gestum, samstarfsfólki og velunnurum fyrir árið sem var að líða. Þá er rétt að líta um öxl og horfa yfir farin veg. Nú er annað óvenjulegt ár, með takmörkunum og grímuskildu, gengið í garð hjá Byggðasafni Skagfirðinga.
14.10.2021

Safnið lokað 14. og 15. október vegna ráðstefnu

Safnið er lokað 14. og 15. október (fimmtudag og föstudag) vegna ráðstefnuferðar starfsmanna./The museum is closed 14th and 15th of October on (Thursday and Friday) as the museum staff is attending a conference.
28.09.2021

Óveður í dag

Minnum fólk á að fara varlega í dag. Mjög slæm veðurspá er fyrir mest allt landið og ekkert ferðaveður. / Please check conditions before heading out. The wheather forecast for today, Tuesday, shows extreme weather (snowstorm) that is not suitable for travelling in most of the country. Check out the following websites for more information:
20.09.2021

Myndlistasýning og breyttur opnunartími

Þökkum öllum sem litu inn á safnið um helgina og kíktu á nýju myndlistasýninguna með verkum Jérémy Pailler sem prýða nýju bókina okkar "Sumardagur í Glaumbæ". Við minnum á að í dag er síðasti dagurinn þar sem opið er kl. 10-18 en frá og með morgundeginum og til 20. október verður aðeins opið á virkum dögum kl. 10-16. / We thank everyone who visited the museum this weekend and checked out our new art exhibition featuring artwork made by Jérémy Pailler for our new book "A Summer Day at Glaumbær". Please note that today is the last day of our summer opening between 10 and 18 o'clock and as of tomorrow and until the 20th of October the museum will only be open on weekdays between 10 to 16 o'clock.
02.09.2021

Kaffistofan í Áshúsi lokar fyrir veturinn

Kaffistofan í Áshúsi lokar nú fyrir veturinn, það verður þó enn mögulegt að bóka hópa, sem koma í safnið, í veitingar í kaffistofunni. Takið eftir því að hópa í kaffistofuna verður að bóka með minnst tveggja daga fyrirvara. Þökkum öllum sem hafa sótt kaffistofuna heim í sumar! / The Café in Áshús is closing its doors for the winter but it will still be possible to book groups, that are coming to the museum, for refreshments. Note that groups need to be booked with at least two days advance. We thank everyone who has visited the Café this summer!
18.08.2021

Breyttur opnunartími í kaffistofunni

Frá og með deginum í dag verður opnunartími kaffistofunnar kl. 11-17. Kaffistofan verður opin til 20. september. Opnunartími safnsins er sem fyrr kl. 10-18 til 20. september og þá tekur við breyttur opnunartími, kl. 10-16 alla virka daga fram til 20. október og í kjölfarið tekur vetraropnun eftir samkomulagi við.
14.08.2021

Gestir greindust með COVID / Guests diagnozed with COVID

Það er rétt að láta vita af því að þriðjudaginn 10. ágúst kom í safnið 17 manna hópur milli kl. 15 og 16. Nokkrir aðilar í þeim hópi reyndust vera smitaðir af COVID-19. / On the 10th of August a group of 17 people visited the museum between 15 and 16 o’clock. A few of these people have since been diagnosed with COVID-19.
07.08.2021

Stolnum gripum skilað aftur til Byggðasafns Skagfirðinga

Í byrjun ágúst barst Byggðasafninu pakki frá Þýskalandi. Sá atburður er í sjálfu sér ekki í frásögu færandi, nema fyrir þær sakir að innihald pakkans var afar merkilegt. Í pakkanum var rjómakanna úr tini, útskorin smjöraskja og kotrutafla, rennd úr hvalbeini. Pakkanum fylgdi hvorki útskýring né orðsending og starfsfólk safnsins botnaði fyrst um sinn hvorki upp né niður í sendingunni, en svo fór að renna upp fyrir okkur ljós. Rjómakannan, sem er með blómaflúri um belginn, kom kunnuglega fyrir sjónir og uppgötvaðist að hún tilheyrir setti sem safnið varðveitir í gamla bænum í Glaumbæ.
04.08.2021

Námskeið í torfhleðslu 10.-12. september 2021

Námskeið í torfhleðslu verður haldið á Tyrfingsstöðum í Skagafirði dagana 10.-12. september næstkomandi. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa áhuga á að læra að byggja úr torfi og megináhersla verður á verklega kennslu. Kennd verða meginatriði í efnisvali, torfstungu og torfskurði og helstu hleðsluaðferðir með streng og klömbruhnausum. Ætlunin er að klára að hlaða veggi og tyrfa yfir hlöðu á Tyrfingsstöðum. Nemendum verða útveguð helstu verkfæri á staðnum, s.s. stunguskóflu og torfljá.