Fara í efni

Fréttir

Myndir frá Fjölskyldufjöri
06.03.2023

Myndir frá Fjölskyldufjöri

Við þökkum öllum sem komu sl. mánudag á Fjölskyldufjör í Glaumbæ kærlega fyrir komuna! Með fylgja nokkrar myndir frá viðburðinum.
Teymi Hafnarannsóknarinnar árið 2022: Lísabet Guðmunsdóttir, Bryndís Zoëga og Lilja Laufey Davíðsdót…
03.03.2023

Úthlutun úr fornminjasjóði 2023

Úthlutun úr fornminjasjóði 2023 hefur nú farið fram og hlaut Byggðasafn Skagfirðinga 2.500.000 kr fyrir fyrsta áfanga af þremur í verkefninu "Heildarskráning fornleifa í Hjaltadal og Kolbeinsdal". Þá fékk Fornleifastofnun Íslands ses., í samstarfi við Byggðasafnið, 7.000.000 kr styrk fyrir verkefnið "Verbúðalíf á Höfnum".
Fjölskyldufjör í vetrarfríinu
20.02.2023

Fjölskyldufjör í vetrarfríinu

Skemmtileg dagskrá verður fyrir börn og aðstandendur þeirra í vetrarfríinu mánudaginn 27. febrúar 2023, frá kl. 12 - 16. Fjölskyldur eru hvattar til að koma á safnið og hafa gaman saman. Aðgangur er ókeypis fyrir fullorðna í fylgd með börnum.
Byggðasafnið óskar eftir starfsfólki
06.02.2023

Byggðasafnið óskar eftir starfsfólki

Finnst þér fortíðin heillandi? Hefur þú áhuga á sögu og minjum? Viltu starfa í fallegu umhverfi í góðum félagsskap? Byggðasafn Skagfirðinga auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar; Verkefnastjóri matarupplifunar og sumarstörf við safnvörslu og í kaffihúsi. Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar 2023.
Áramótakveðja og annáll ársins 2022
30.12.2022

Áramótakveðja og annáll ársins 2022

Við óskum landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum gestum, samstarfsfólki og velunnurum fyrir árið sem var að líða. Starfsfólk Byggðasafns Skagfirðinga hefur haft í nógu að snúast enda gestafjöldinn aldrei verið meiri en safnið tók á móti 65.437 manns árinu.
Skýrsla um skráningu á torfhúsum í Skagafirði er komin út!
07.12.2022

Skýrsla um skráningu á torfhúsum í Skagafirði er komin út!

Á dögunum kom út skýrsla á vegum Byggðasafns Skagfirðinga, sem fjallar um uppistandandi torfhús í fyrrum Seylu-, Akra-, og Lýtingsstaðahreppi. Verkefnið var unnið fyrir styrk frá Minjastofnun Íslands og er hluti af heildarskráningu uppistandandi torfhúsa í Skagafirði.
Byggðasafnið hlýtur styrki úr Uppbyggingasjóði SSNV
07.12.2022

Byggðasafnið hlýtur styrki úr Uppbyggingasjóði SSNV

Byggðasafn Skagfirðinga hlaut í ár alls 1.300.000 króna styrk úr Uppbyggingarsjóði Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 2023 en upphæðin samanstendur af styrkjum til tveggja verkefna.
Þjóðminjavörður í heimsókn
21.11.2022

Þjóðminjavörður í heimsókn

Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður, Ágústa Kristófersdóttir framkvæmdastjóri safneignar Þjóðminjasafnsins og Þorbjörg Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri fjármála- og þjónustu, heimsóttu Byggðasafnið í dag.
Eyþór og Lindin
14.11.2022

Eyþór og Lindin

Við tókum þátt í einstaklega skemmtilegu samstarfsverkefni í tilefni af 120 ára afmæli Eyþórs Stefánssonar í fyrra sem frestaðist vegna heimsfaraldurs og fór nú loksins fram í Frímúrarahúsinu þann 13. nóvember sl.
Ásta nýr deildarstjóri fornleifadeildar
14.11.2022

Ásta nýr deildarstjóri fornleifadeildar

Ásta Hermannsdóttir fornleifafræðingur hefur verið ráðin sem deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga. Undanfarin ár hefur Ásta starfað sem verkefnastjóri stefnumótunar og miðlunar hjá Minjastofnun Íslands. Ásta bjó í eitt ár í Skagafirði, 2019-2020, og var þá með starfsstöð á skrifstofu Minjastofnunar í Villa Nova á Sauðárkróki, og kynntist því góða samfélagi sem í Skagafirði er.