Byggðasafn Skagfirðinga stendur að fornleifarannsókn á Höfnum á Skaga í samstarfi við Fornleifastofnun Íslands ses. Í lok maí opnuðu fornleifafræðingar uppgraftarsvæði sumarsins og hafa þegar komið í ljós þrjár sjóbúðir og tvö eldstæði auk nokkurra gripa á borð við fallegan kamb, hálf klárað netalóð og skurðarbretti úr hvalbeini.
Fréttamenn RÚV komu í heimsókn að Höfnum á dögunum eins og sjá má í hér þar sem Lísabet Guðmundsdóttir fræðir okkur meðal annars um hvernig fornleifafræðingar lesa söguna úr jarðlögum.