Það var sannarlega fjör á safnsvæðinu í Glaumbæ í gær í tilefni af 75 ára afmæli Byggðasafns Skagfirðinga! Við erum orðlaus og þakklát öllum þeim fjölda sem lagði leið sína á safnið en um 700 manns heimsóttu Glaumbæ og fögnuðu tímamótunum með okkur, þar af 64 sem tóku þátt með beinum hætti til að gera daginn sem eftirminnilegastan fyrir afmælisgesti. Þeim færum við sérstakar þakkir; Dansfélagið Vefarinn, eldsmiðirnir; Björn J. Sighvatz, Guðmundur Stefán Sigurðarson og Jón Egill Indriðason, Fornverk, Kvæðamannafélagið Gná, Margrét Ingvarsdóttir frá Ytra-Mælifelli, Pilsaþytur í Skagafirði, Skagfirski Kammerkórinn, Syðra-Skörðugil, Lýtingsstaðir og fleiri eigendur íslenskra hunda í Skagafirði, Smáframleiðendur í Skagafirði; Birkihlíð Kjötvinnsla, Breiðargerði, Ísponica og Rúnalist. Þá færum við Berglindi Gunnarsdóttur kærar þakkir fyrir snilldar viðburðastjórnun og loks þökkum við safnasjóði fyrir stuðninginn sem gerði þennan viðburð mögulegan.
/
The museum area in Glaumbær was full of life yesterday, on the occasion of the 75th anniversary of the Skagafjörður Heritage Museum! We are speechless and grateful to the ~700 people who made their way to the museum and celebrated with us, 64 people were directly involved in making the day the most memorable for our guests. Special thanks to them!
Myndir frá viðburðinum má skoða hér.