Fara í efni

Fréttir

Áramótakveðja og annáll ársins 2023 - rúmlega 69 þúsund gestir á árinu
31.12.2023

Áramótakveðja og annáll ársins 2023 - rúmlega 69 þúsund gestir á árinu

Við óskum landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum gestum, samstarfsfólki og velunnurum fyrir árið sem var að líða. Starfsfólk Byggðasafns Skagfirðinga hefur haft í nógu að snúast enda gestafjöldinn aldrei verið meiri en safnið tók á móti 69.060 manns árinu. Það eru 5.893 fleiri gestir en heimsóttu safnið í fyrra en þá tók starfsfólk safnsins á móti 63.167 manns.
Áframhaldandi styrkur til NORA samstarfsverkefnis
07.12.2023

Áframhaldandi styrkur til NORA samstarfsverkefnis

Samstarfsverkefni Byggðasafn Skagfirðinga, Lofotr Viking Museum í Noregi, Kujataa World Heritage í Grænlandi og Kyle and Lochalsh Community Trust í Skotlandi, "Viking Networks & Young Adults", hlaut á dögunum um 9,3 milljón króna styrk frá NORA.
Kertagerð.
04.12.2023

Aðventugleði vekur lukku

Þökkum öllum gestum fyrir komuna á Aðventugleði Byggðasafnsins í gær, það var líf og fjör á safnsvæðinu, útgáfuhóf, sýningaropnun, jólamarkaður og handverk í gamla bænum í Glaumbæ.
Þjóðbúningafræðsla fyrir safnafólk
29.11.2023

Þjóðbúningafræðsla fyrir safnafólk

Í gær fór hluti starfsfólks Byggðasafnsins á námskeiðið "Þjóðbúningafræðsla fyrir safnafólk; fatnaður, skart og uppsetning" ásamt starfsfólki frá Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna, Heimilisiðnaðarsafninu og Safnasafninu. Leiðbeinendur voru Hildur og Ási í Annríki.
Bókahátíð í Hörpu
27.11.2023

Bókahátíð í Hörpu

Þökkum góðar viðtökur á barnabókum safnsins, Vetrar- og Sumardegi í Glaumbæ, á bókahátíðinni í Hörpu um helgina! Það var frábært að finna hve mörg höfðu áhuga á bókinni og safninu og skemmtilegt að fá að taka þátt í þessum viðburði.
Fornverkaskólinn hlaut Minjaverndarviðurkenningu MÍ
25.11.2023

Fornverkaskólinn hlaut Minjaverndarviðurkenningu MÍ

Í gær á ársfundi Minjastofnunar Íslands 2023, veitti stofnunin Fornverkaskólanum í Skagafirði sérstaka viðurkenningu fyrir framlag þeirra til varðveislu á fornu byggingarhandverki.
Vetrardagur í Glaumbæ á barnabókamessunni.
14.11.2023

Vetrardagur í Glaumbæ komin úr prentun

Vetrardagur í Glaumbæ er nú komin úr prentun en útgáfuhóf bókarinnar og sýningaropnun samnefndrar sýningar verða í Áshúsi sunnudaginn 3. desember. Bókin er ríkulega myndskreytt framhald sögunnar Sumardagur í Glaumbæ en í sögunni er Glaumbær sveipaður vetrarbúningi og við fylgjumst með Jóhönnu, Sigga og heimilishundinum Ysju við jólaundirbúning.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd kíkti í heimsókn
08.11.2023

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd kíkti í heimsókn

Í lok síðustu viku fengum við góða heimsókn frá Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd. Starfsfólk safnsins sýndi þeim og sagði frá hinum ýmsu hliðum í starfsemi safnsins.
Svipmynd frá Amsterdam.
03.11.2023

Farskóli FÍSOS

Árlegur farskóli FÍSOS fór að þessu sinni fram í Amsterdam dagana 10. – 13. október. Fjórir starfsmenn safnsins fóru á farskólann og sóttu ýmis konar söfn heim og fræddust um fjölbreytta starfsemi þeirra, þ.á.m. sýningar og sýningagerð, varðveislurými, forvörslu og fræðslu.
Útgáfuhóf hjá Þjóðminjasafni Íslands
02.11.2023

Útgáfuhóf hjá Þjóðminjasafni Íslands

Við vekjum athygli á útgáfuhófi bókarinnar „Á elleftu stundu“ eftir Kirsten Simonsen í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands á morgun, föstudaginn 3. nóvember kl. 14.