Nýr forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, Rúnar Leifsson, og minjavörður Norðurlands vestra, Guðmundur Stefán, litu við í Glaumbæ í fyrradag og heilsuðu upp á starfsfólk Byggðasafnsins og kynntu sér staðinn og nýju sýningarnar. Þá kíktu þeir einnig á Hafnir en þar fer þessa dagana fram björgunaruppgröftur á fornri verstöð sem er að tapast í sjóinn, þetta er samstarfsverkefni Byggðasafnsins og Fornleifastofnunar Íslands ses. en Ásta, deildarstjóri Fornleifadeildar Byggðasafnsins er einmitt stödd á Höfnum þessa dagana við uppgröft.