Í lok síðustu viku fengum við góða heimsókn frá Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd. Starfsfólk safnsins sýndi þeim og sagði frá hinum ýmsu hliðum í starfsemi safnsins. Talað var m.a. um varðveislumál, áskoranir tengdar sífjölgandi ferðamönnum, fornleifadeildina, fornverkaskólann, viðhald gamla bæjarins, samstarfsverkefni safnsins, nýju barnabókina og margt fleira. Við þökkum nefndarfólki kærlega fyrir góða heimsókn!