Fara í efni

Ríkisstjórn Íslands kíkti í heimsókn

Síðdegis í gær fengum við óvænta hópabókun en áætlanir hópsins höfðu breyst skyndilega vegna veðurs þannig þau þurftu að finna nýtt atriði til að setja á dagskrá.
 
Hér var þó ekki um neinn venjulegan hóp að ræða heldur var þetta ríkisstjórn Íslands en hún hafði setið á fundum á Sauðárkróki yfir daginn. Hópurinn fékk snögga kynningu á safninu og leiðsögn um gamla bæinn í Glaumbæ. Heimsóknin heppnaðist vel og við þökkum ráðherrunum kærlega fyrir innlitið og vonum að þau hafi haft gagn og gaman af!