

Gínurnar eru sniðnar að búningunum og fara mun betur með þá en þær sem notaðar voru áður. Búningur Sigurlaugar, sem hún saumað á árunum 1864-1867, er mikið útsaumuð, marglit og merkileg flík sem saumuð var samkvæmt tillögum Sigurðar Guðmunds-sonar (1833-1874) málara. Faldbúningur Bjargar, sem Steinunn Thorsteinsson (1886-1978) saumaði á árunum 1907-1909, er sömuleiðis sniðinn og útsaumaður að tillögum Sigurðar. Af þessu tilefni gaf Hildur safninu hvíta bómullarblæju með franskri blúndu, til að nota við búning Sigurlaugar.