Hraðar breytingar áttu sér stað í húsnæðis- og tæknimálum á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar. Mörg höfðu flutt úr sveitum í þéttbýli á 19. öldinni, fólk flutti í síauknum mæli úr torfbæjum í timburhús og rafmagnið hóf innreið sína.
Rafvæðingin leiddi af sér innflutning ýmissa nýrra heimilis- og raftækja sem léttu heimilisstörfin og matreiðslu.
Á þessari örsýningu má sjá dæmi um tæki og tól eldhússins frá því um og eftir miðja 20. öld.