Á sýningunni í torfbænum er stigið aftur í tímann þegar gengið er inn um bæjardyrnar. Áhersla er lögð á aðbúnað fólks við matargerð og daglegt líf. Í eldhúsinu eru hlóðir þar sem maturinn var soðinn. Hann var geymdur í tunnum og sám í búrunum og skammtaður í aska eða skálar og borinn til fólksins sem sat á rúmum sínum í baðstofunni á meðan það mataðist. Húsaskipan þessa aldna stórbýlis og hversdagsáhöldin í sínu eðlilega umhverfi bera glöggt vitni um horfna tíð og daglega iðju fólksins sem bjó í bænum.
- Nánari upplýsingar um sýninguna í bænum hér.