Sýningarröðin Hver var konan? er staðsett í vestara súðarherbergi, en þar eru sagðar sögur af einstökum skagfirskum konum frá 20. öld.
Sýningaröðinni er ætlað að fjalla um líf og störf kvenna sem settu svip á samtíð sína, oft þó án þess að marka stór spor í ritaða menningarsögu svæðisins. Margar þeirra skildu eftir sig handverk sem safnið varðveitir.
Fyrsta sýningin í röðinni er um Þóru Rósu Jóhannsdóttur (1903-1990) verslunarkonu. Til sýnis eru hlutir úr hennar eigu og handverk sem bera vott um hvoru tveggja í senn, listfengi og nýtni.