Fara í efni

Bólu-Hjálmar: Kotbóndi, ljóðskáld og útskurðarmeistari

Sýning um Hjálmar Jónsson (1796-1875), betur þekktur sem Bólu-Hjálmar, er í norðurstofu á Áshúslofti. Á sýningunni eru útskornir gripir eftir Bólu-Hjálmar ásamt úrvali ljóða sem ýmist tengjast gripunum á einhvern hátt eða hafa skírskotun í lífshlaup hans og tilvist.