Fara í efni

Áshús

Í Áshúsinu er hugguleg kaffistofa sem spilar stórt hlutverk í safnheimsókninni og felst í að gefa gestum safnsins tækifæri til að bragða á og njóta veitinga að hætti ömmu og mömmu og upplifa stemningu liðins tíma.

Kaffistofan er í húsi sem flutt var að Glaumbæ frá  Ási í Hegranesi og stendur sunnan í gamla bæjarhólnum. Í Áshúsinu er boðið upp á veitingar eins og á borð voru bornar hjá húsmæðrum á 20. öld og ilmar húsið af nýbökuðu bakkelsi, kaffi og heitu súkkulaði. Einnig er boðið upp á hádegismat. Í húsinu má líka sjá sýningar safnsins sem gefa kaffihúsinu skemmtilega og hlýlega umgjörð.

Ef þig langar í gamaldags góðgæti skaltu endilega koma við!

Matseðil 2024
Hópseðill 2024

Opnunartími

20. maí - 31. ágúst Daglega 10:00 - 17:00
1. september - 20. september Daglega 10:00 - 16:00
21. september - 4. október Virka daga 10:00 - 16:00
4. október - 19. maí Eftir samkomulagi


Hópar

Athugið að hópar þurfa að panta með a.m.k. tveggja daga fyrirvara. Hægt er að panta á netfangi safnsins byggdasafn@skagafjordur.is eða í síma 453 6173.
Yfir vetrarmánuðina er kaffistofan opin hópum eftir samkomulagi en þá er nauðsynlegt að panta með a.m.k. fimm daga fyrirvara. 

Aðgengi
Athugið að hægt er að komast á hjólastól inn um bakdyr hússins. Hafið samband við starfsfólk til að það geti opnað bakdyrnar og sett upp ramp.

 

Þetta merki stendur fyrir Matarkistan Skagafjörður - skagfirskt hráefni og matarhefðir.


Þetta merki stendur fyrir EDEN - „European Destination of Excellence“, sem valdi Skagafjörð sem gæða áfangastað ársins 2015 vegna matarkistunnar.