Úthlutun úr Safnasjóði fór fram í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands við hátíðlega athöfn þann 14. febrúar 2025 að viðstöddu fjölmenni þar sem styrkþegar tóku á móti viðurkenningarskjölum. Byggðasafn Skagfirðinga hlaut alls 6.300.000 króna styrk.
Samstarfsverkefni Byggðasafn Skagfirðinga, Lofotr Viking Museum í Noregi, Kujataa World Heritage í Grænlandi og Kyle and Lochalsh Community Trust í Skotlandi, hlaut á dögunum um 7,8 milljón króna styrk (400.000 DKK) frá NORA.