Um er að ræða umhirðu á lóð safnsins í Glaumbæ, kirkjugarð og nánasta umhverfi. Lóðin er rúmur hektari að stærð. Slá þarf svæðið í heild sinni aðra hvora viku til að halda því snyrtilegu, alls um sex skipti yfir sumarið.
Úthlutun úr fornminjasjóði 2025 hefur nú farið fram en Byggðasafn Skagfirðinga fékk 7.000.000 kr. fyrir verkefnið Verbúðalíf á Höfnum - rannsókn á verbúðaminjum í hættu á Höfnum á Skaga.